Nýjast á Local Suðurnes

Sigurkarfa Grindvíkinga gegn Stjörnunni ólögleg

Mynd: Skjáskot RUV

RÚV hefur birt myndband á vef sínum, sem sýnir Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, stíga út af leikvellinum í þann mund sem hann sendir boltann á Lewis Clinch jr. sem skoraði í kjölfarið afar dramatíska sigurkörfu fyrir Grindavík í spennuþrungnum leik gegn Stjörnunni í 32-liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta karla í gærkvöld.

Stjörnumenn voru afar ósáttir við að ekkert hafi verið dæmt og fékk Hrafn Kristjánsson þjáfari liðsins dæmda á sig tæknivillu í kjölfarið.