Nýjast á Local Suðurnes

Helmingi flugferða Icelandair aflýst vegna verkfalls

Búið er að af­lýsa sjö af fimmtán flug­ferðum Icelandair á milli Íslands og áfangastaða í Evr­ópu í dag vegna verkfalls flugvirkja hjá fyrirtækinu. Flogið er á átta áfangastaði.

Upplýsingafulltrúi félagsins segir að Icelanda­ir leggi kapp á að fá fólk sem milli­lendi á Íslandi á vegum fyrirtækisins til að fljúga á ann­an hátt á sinn loka­áfangastað. Starfs­fólk Icelanda­ir vinn­ur hörðum hönd­um að því að koma þess­um farþegum leiðar sinn­ar með öðrum flug­fé­lög­um svo fólk endi ekki sem strandaglóp­ar hér á landi.