Helmingi flugferða Icelandair aflýst vegna verkfalls
Búið er að aflýsa sjö af fimmtán flugferðum Icelandair á milli Íslands og áfangastaða í Evrópu í dag vegna verkfalls flugvirkja hjá fyrirtækinu. Flogið er á átta áfangastaði.
Upplýsingafulltrúi félagsins segir að Icelandair leggi kapp á að fá fólk sem millilendi á Íslandi á vegum fyrirtækisins til að fljúga á annan hátt á sinn lokaáfangastað. Starfsfólk Icelandair vinnur hörðum höndum að því að koma þessum farþegum leiðar sinnar með öðrum flugfélögum svo fólk endi ekki sem strandaglópar hér á landi.