Nýjast á Local Suðurnes

Íbúafundur í Sandgerði

Boðað er til íbúafundar miðvikudaginn 15. nóvember um fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2018-2021. Fundurinn  verður haldinn að Miðnestorgi 3, í fundarsal Vörðunnar á fyrstu hæð og hefst kl. 20. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsáæltun og starfsáætlun bæjarins sem nú er til vinnslu og verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar 5. desember.

Á fundinum  gefst íbúum tækifæri til þess að kynna sér rekstur bæjarfélagsins og koma sjónarmiðum sínum  um fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára á framfæri.

Allir eru hjartanlega velkomnir.