Nýjast á Local Suðurnes

Íbúafundur um fjárhagsáætlun – Tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri

Sandgerðisbær boðar til íbúafundar þriðjudaginn 8. nóvember um fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2017-2020. Fundurinn  verður haldinn að Miðnestorgi 3, í fundarsal Vörðunnar á fyrstu hæð og hefst kl. 20.

Á fundinum verður farið yfir fjárhagsáæltun og starfsáætlun bæjarins sem nú er til vinnslu og verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar 6. desember og gefst íbúum tækifæri til þess að kynna sér rekstur bæjarfélagsins og koma sjónarmiðum sínum  um fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára á framfæri.

Fundurinn  er haldinn í samræmi við 58. gr. um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar en þar segir meðal annars:

„Til þess að veita íbúum upplýsingar um málefni sem varða þá með almennum hætti heldur bæjarstjórn borgarafund eftir fyrstu umræðu í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun og gerir grein fyrir áherslum áætlunarinnar.

Fjárhagsáætlanir skulu gefa glögga mynd af rekstri bæjarfélagsins, efnahag og breytingum á handbæru fé. Einnig skal þar koma fram greinargott yfirlit um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjárheimildir bæjarfélagsins.“