Njarðvík tekur á móti Álftanesi – Miðasalan rennur í neyðarsöfnun fyrir Grindavík
Á fimmtudaginn mætast Njarðvíkingar og nýliðar Álftaness í úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Um er að ræða fyrsta leik þessara liða í Ljónagryfjunni. Allur ágóði af miðasölu á leikinn rennur í neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir Grindavík.
Njarðvíkingar hvetja fólk því til að fjölmenna á þennan leik og þannig fylla Gryfjuna. Þá er fólk hvatt til að mæta snemma, grillaðir hamborgarar seldir á svæðinu.