Nýjast á Local Suðurnes

Tveir Suðurnesjamenn á lokaborði Íslandsmótsins í póker

Lokaborð Íslandsmótsins í póker er spilað í dag og eru tveir Suðurnesjamenn í baráttunni um titilinn og peningaverðlaun sem honum fylgja.

Guðmundur Auðun Gunnarsson, 31 árs Keflvíkingur, er annar þeirra, en hann hefur lengi verið áberandi í íslenskum póker og komst meðal annars á lokaborðið á íslandsmótinu árið 2012 þar sem hann endaði í 4.sæti.

Már Wardum, 45 ára Keflvíkingur er hinn, en hann hefur einnig verið áberandi í íslensku pókersenunni og er formaður pókersambands íslands. Þetta er í annað sinn sem Már kemst á lokaborðið en hann endaði í 3. sæti árið 2019.

Beina lýsingu frá mótinu má finna hér:

https://www.facebook.com/209570055719811/posts/4850356914974412/?sfnsn=mo