Nýjast á Local Suðurnes

Heimilt að klára niðurrif á Orlik þar sem hann stendur

Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur fengið heim­ild frá Um­hverf­is­stofn­un fyr­ir því að rífa rúss­neska tog­ar­ann Orlik þar sem hann stendur

Niðurrif togarans var stöðvað að kröfu stofnunarinnar fyrir nokkrum vikum þar sem vettvangsskoðun leiddi í ljós að verið var að vinna við meira niðurrif en heimilt var á þessum stað.

Togarinn hefur verið í  Njarðvík­ur­höfn und­an­far­in fimm ár og nokkrum sinnum verið nálægt því að sökkva í höfninni.