Nýjast á Local Suðurnes

Flutningsleiðum lokað og íbúar mega eiga von á að heyra sprengingar

Aðgerðir sem lögregla, Landhelgisgæslan og björgunarsveitir af Suðurnesjum hafa staðið í dag eftir að sprengiefni fannst í gámi á iðnaðarsvæði í Njarðvík eru tímafrekar og ekki er víst hvenær þeim verður lokið.

Því er enn óljóst hvernær íbúar innan hættusvæðis geta snúið aftur heim. Lögregla vill einnig vekja athygli á því að það er engin hætta á ferðum og er  fólk beðið um að halda ró sinni og virða þær öryggisráðstafanir sem búið er að gera.

Þá kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum að sprengiefnið verði flutt til eyðingar í kvöld og að flutningleiðum sem notaðar verða mun vera lokað á meðan á flutningi stendur. Þá má búast við að íbúar verði varir við sprengingar þegar efnunum verður eytt.