American Airlines flýgur til Keflavíkur

Bandaríska flugfélagið American Airlines mun bjóða upp á beint flug til Dallas frá Keflavíkurflugvelli í sumar.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að byrjað verði að fljúga hingað sjöunda júní frá Dallas, en miðasala hefst þann 20. nóvember næskomandi. American Airlines mun fljúga hingað til lands til og með 27. október.
„Reykjavík er orðinn mjög vinsæll áfangastaður fyrir afþreyingu og við hlökkum til að veita viðskiptavinum okkar tækifæri til að kynnast einstöku landslagi Íslands með goshverum, eldfjöllum og heitum hverum með nýrri þjónustu okkar næsta sumar,“ sagði Vasu Raja, varaforseti hjá American Airlines, í tilkynningunni.
Flogið verður til og frá Dallas-Fort Worth-flugvellinum í 176 sæta Boeing 757-200-þotu.