Nýjast á Local Suðurnes

American Airlines flýgur til Keflavíkur

Banda­ríska flug­fé­lagið American Air­lines mun bjóða upp á beint flug til Dallas frá Keflavíkurflugvelli í sumar.

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu kem­ur fram að byrjað verði að fljúga hingað sjö­unda júní frá Dallas, en miðasala hefst þann 20. nóvember næskomandi. American Airlines mun fljúga hingað til lands til og með 27. október.

„Reykja­vík er orðinn mjög vin­sæll áfangastaður fyr­ir afþrey­ingu og við hlökk­um til að veita viðskipta­vin­um okk­ar tæki­færi til að kynn­ast ein­stöku lands­lagi Íslands með gos­hver­um, eld­fjöll­um og heit­um hver­um með nýrri þjón­ustu okk­ar næsta sum­ar,“ sagði Vasu Raja, vara­for­seti hjá American Air­lines, í tilkynningunni.

Flogið verður til og frá Dallas-Fort Worth-flug­vell­in­um í 176 sæta Boeing 757-200-þotu.