Nýjast á Local Suðurnes

Mæla með að leikskólaþjónusta verði aukin vegna fækkunar dagforeldra

Fræðsluráð Reykjanesbæjar tók á dögunum fyrir minnisblað frá Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur um leikskólavist fyrir 18 mánaða börn vegna fækkunar dagforeldra.

Ráðið fól fræðslusviði sveitarfélagsins að vinna málið áfram með tilliti til kostnaðar og annarra þátta. Fræðsluráð mælir með að þjónusta við börn og foreldra verði aukin í samræmi við þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaðinu, en það er í samræmi við stefnu allra flokka sem eiga sæti í ráðinu.