Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægum áfanga náð í djúpborunarverkefni á Reykjanesi

Mynd: HS Orka

Borhola IDDP djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi, RN-15/IDDP-2 er nú dýpsta borhola á Íslandi, þar með er mikilvægum áfanga náð í íslenska djúpborunarverkefninu.

Borholan RN-15/IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3.600 m djúp og þar með fyrir nokkru orðin dýpsta borhola á Íslandi.  Holan er staðsett á vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar og er stefnuboruð.

IDDP djúpborunarverkefnið á Reykjanesi sem er leitt af HS Orku er umfangsmikið alþjóðlegt samvinnuverkefni. Að verkefninu standa HS Orka, Statoil í Noregi, Landvirkjun, Orka Náttúrunnar, Orkustofnun, innlendir og erlendir háskólar og rannsóknarstofnanir.

Íslenska djúpborunarverkefnið var stofnað árið 2000 og voru stofnendur þess HS Orka, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun.