Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á að gangsetja ljósbogaofn USi á fimmtudag

End­ur­hönn­un á töpp­un­ar­palli og sum­ar­leyfi undirverktaka hafa orðið til þess að tafir hafa orðið á fram­kvæmd­um við ljósbogaofn kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.

Að sögn Krist­leifs Andrés­son­ar, yf­ir­manns ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon er von­ast til að ofn­inn verði ræstur á ný næstkomandi fimmtu­dag. Ofn­inn hef­ur ekki verið ræst­ur aft­ur eft­ir að um 1.600 gráðu heit­ur kís­il­málm­ur lak niður á gólf þegar ker sem verið var að tappa á yf­ir­fyllt­ist aðfaranótt mánu­dags í síðustu viku.