Stefna á að gangsetja ljósbogaofn USi á fimmtudag

Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi undirverktaka hafa orðið til þess að tafir hafa orðið á framkvæmdum við ljósbogaofn kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.
Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon er vonast til að ofninn verði ræstur á ný næstkomandi fimmtudag. Ofninn hefur ekki verið ræstur aftur eftir að um 1.600 gráðu heitur kísilmálmur lak niður á gólf þegar ker sem verið var að tappa á yfirfylltist aðfaranótt mánudags í síðustu viku.