Nýjast á Local Suðurnes

Eldsneytið einna dýrast á Suðurnesjum – Safna undirskriftum og krefjast lækkunar

Olíufyrirtækin hafa verið dugleg við að lækka eldsneytisverð á landinu undanfarnar vikur, en þó ekki á Suðurnesjum, ef marka má vef GSM bensín, sem heldur utan um verð á eldsneyti út um allt land. Um þessar mundir er bensín rúmum 30 krónum ódýrara á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en á öðrum stöðum á landinu.

Nú hefur verið sett í gang undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að verð á eldsneyti verði lækkað á Suðurnesjum til jafns við verðið á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er á að afhenda undirskriftalistann forráðamönnum allra olíufélaganna.

Hér má rita nafn sitt á listann.

Hér má finna Fésbókarhóp sem stofnaður hefur verið vegna þessa.