Nýjast á Local Suðurnes

Stórskemmtileg myndbönd KKÍ – Haukur Helgi og Björgvin Páll í þriggja stiga keppni

Körfuknattleikssamband Íslands hefur staðið fyrir átaki til að kynna íþróttina í sumar, átakið sem ber nafnið Körfuboltasumarið er styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe (FIBA Europe Development Fund) og er umsjón þess í höndum Hauks Helga Pálssonar, leikmanns Njarðvíkur, Harðar Axels Vilhjálmssonar, leikmanns Keflavíkur og Martins Hermannssonar sem leikur með LIU Brooklyn Blackbirds.

Verkefnið er framkvæmt í þremur áföngum, í fyrsta áfanga verkefnisins mun A-landsliðsfólk heimsækja félög sem eru með sumaræfingar og eða námskeið, í öðrum áfanga mun KKÍ halda götukörfuboltamót og í þriðja áfanganum verða búin til fræðslumyndbönd.

Fyrstu myndböndin hafa nú verið birt á Fésbókarsíðu KKÍ og í einu þeirra taka þremenningarnir landsliðsmarkvörð Íslands í handknattleik, Björgvin Pál Gústavsson á námskeið í körfubolta – Myndböndin eru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem Haukur Helgi og Björgvin Páll taka þriggja stiga skotkeppni.