sudurnes.net
Stórskemmtileg myndbönd KKÍ - Haukur Helgi og Björgvin Páll í þriggja stiga keppni - Local Sudurnes
Körfuknattleikssamband Íslands hefur staðið fyrir átaki til að kynna íþróttina í sumar, átakið sem ber nafnið Körfuboltasumarið er styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe (FIBA Europe Development Fund) og er umsjón þess í höndum Hauks Helga Pálssonar, leikmanns Njarðvíkur, Harðar Axels Vilhjálmssonar, leikmanns Keflavíkur og Martins Hermannssonar sem leikur með LIU Brooklyn Blackbirds. Verkefnið er framkvæmt í þremur áföngum, í fyrsta áfanga verkefnisins mun A-landsliðsfólk heimsækja félög sem eru með sumaræfingar og eða námskeið, í öðrum áfanga mun KKÍ halda götukörfuboltamót og í þriðja áfanganum verða búin til fræðslumyndbönd. Fyrstu myndböndin hafa nú verið birt á Fésbókarsíðu KKÍ og í einu þeirra taka þremenningarnir landsliðsmarkvörð Íslands í handknattleik, Björgvin Pál Gústavsson á námskeið í körfubolta – Myndböndin eru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem Haukur Helgi og Björgvin Páll taka þriggja stiga skotkeppni. Meira frá SuðurnesjumHaukur Helgi og Hörður Axel sjá um Körfuboltasumar KKÍElvar Már með flestar stoðsendingar í háskóladeildinniFáir Suðurnesjamenn í æfingahóp karlalandsliðsins í körfuknattleikSigmundur Már á ferð um Evrópu við dómgæsluHörður Axel til BelgíuB-lið Njarðvíkur áfram í bikarnum – Fá Hauka í 16 liða úrslitumKristinn einn af efnilegustu körfuknattleiksmönnum EvrópuSlappir KR-ingar völtuðu yfir lélega GrindvíkingaGrindvíkingar fá erlendan leikmann og Páll Axel snýr afturHrund og Jón Axel íþróttafólk Grindavíkur