Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn enn taplausir í þriðju deildinni

Víðismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld og lönduðu þremur mikilvægum stigum í toppbaráttu þriðju deildarinna í knattspyrnu þegar liðið vann KFS með tveimur mörkum gegn einu.

KFS menn komust yfir strax á 6. mínútu en Aleksandar Stojkovic jafnaði leikinn á 25. mínútu og skoraði þar með sitt fyrsta mark í deildinni í sumar. Á 83. mínútu kom Róbert Örn Ólafsson Víði yfir 1-2 með sínu þriðja marki í fjórum leikjum.

Víðismenn eru efstir í deildinni eftir fimm umferðir, en þeir hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðið leikur næst gegn Tindastóli, sem er í öðru sæti, einnig með 15 stig en hafa leikið einum leik meira.