Nýjast á Local Suðurnes

Leggja fimm milljónir króna í skoðun og hreinsun á fráveitukerfi

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti tillögu bæjarráðs um að leggja fimm milljónir króna í viðauka á rekstur fráveitu sveitarfélagsins.

Tvær milljónir króna munu  fara í viðhaldsverkefni og ástandsskoðun og þrjár milljónir króna til viðbótar verða settar í verkefni sem tengjast hreinsun á fráveitukerfinu. Viðaukinn verður fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.