Vísindaráð fundar vegna jarðhræringa

Vísindaráð Almannavarna mun koma saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna við Þorbjörn, en um 700 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu undanfarna viku.
Vísbendingar eru um að landris sé hafið á svæðinu á ný.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga er enn í gildi hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.