Nýjast á Local Suðurnes

Vísindaráð fundar vegna jarðhræringa

Vís­indaráð Al­manna­varna mun koma sam­an miðviku­dag­inn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna við Þorbjörn, en um 700 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu undanfarna viku.

Vísbendingar eru um að landris sé hafið á svæðinu á ný.

Á vef Veður­stof­unn­ar kem­ur fram að óvissu­stig vegna jarðhrær­inga á Reykja­nesskaga er enn í gildi hjá Al­manna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra.