Jarðskjálfti fannst við Bláa lónið

Jarðskjálfti, 2,9 að stærð, varð 5,4 kílómetra norðnorðaustur af Reykjanestá klukkan 02:14 í nótt. Ein tilkynning barst Veðurstofu Íslands um að fundist hefði fyrir honum við Bláa lónið.
Jarðskjálftavirkni hefur aukist í nágrenni Grindavíkur, síðan í lok maí hafa hátt í 2500 jarðskjálftar verið staðsettir þar, flestir undir 1,0 að stærð. Jarðskjálftavirkni hefur aukist tímabundið nokkrum sinnum á svæðinu síðan í lok janúar á þessu ári. Aukin jarðskjálftavirkni er í tengslum við landris vegna kvikuinnskota á nokkurra km dýpi í jarðskorpunni skammt Vestan við fjallið Þorbjörn. Sjá nánar hér.