Nýjast á Local Suðurnes

Opna nýjar sýningar og afhenda Súlu

Nýjar sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar verða opnaðar þann 14. nóvember næstkomandi í Duus safnahúsum.

Á sama tíma verða menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, afhent. Einnig verður styrktaraðilum Ljósanætur þakkað þeirra framlag.

Uppistandarinn Dóri DNA mun skemmta gestum.

Dagskrá hefst klukkan 18 og stendur til klukkan 20 og eru allir velkomnir á viðburðinn.