Nýjast á Local Suðurnes

Missti af beygju og valt út í móa

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bílvelta varð í Brekadal í Reykjanesbæ um helgina. Ökumaðurinn hafði misst af beygju sem hann hugðist taka og ætlaði því að hemla og snúa við. Ekki tókst betur til en svo að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt út í móa. Ökumaður kenndi eymsla og ætlaði að leita til læknis. Bifreiðin var óökufær eftir veltuna.

Enn fremur rann rúta út af Norðurljósavegi í hálku og vóg salt þar sem hún var komin. Dráttarbifreið var fengin til að draga hana upp á veginn. Engir farþegar voru um borð.