Nýjast á Local Suðurnes

Reyna við Framsókn í stað Frjáls afls

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið hafa hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í Reykjanesbæ. Þetta staðfestir Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofu RÚV í kvöld.

Meirihlutinn sem Samfylkingin og Bein leið mynduðu með Frjálsu afli féll í kosningunum á laugardag. þá bætti Samfylkingin við sig einum manni en Bein leið og Frjálst afl töpuðu hvor sínum manni.

Þeir þrír flokkar sem nú eru komnir í viðræður eru samtals með sex fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn. Friðjón vildi ekki tjá sig frekar um gang viðræðnanna.