Nýjast á Local Suðurnes

Óbreytt hjá Sjálfstæðisflokknum

Sjálf­stæðis­flokkurinn mun stilla upp óbreyttum lista frá síðustu kosningum í Suður­kjör­dæmi, en kjördæmisráð flokksins samþykkti þetta á fundi í gær. Mun Páll Magnús­son alþing­ismaður skipa fyrsta sæti list­ans og Ásmund­ur Friðriks­son alþing­ismaður vera í öðru sæti.

Vil­hjálm­ur Árna­son alþing­ismaður er í þriðja sæti og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, alþing­ismaður og for­seti þings­ins, er í fjórða sæti. Í fimmta sæti er Krist­ín Trausta­dótt­ir, Hólm­fríður Erna Kjart­ans­dótt­ir er í sjötta sæti, Ísak Ern­ir Krist­ins­son er í sjö­unda sæti og Brynj­ólf­ur Magnús­son er í átt­unda sæti.