Nýjast á Local Suðurnes

Hópferðir Sævars bjóða upp á fría rútuferð á leik Snæfells og Keflavíkur

Eins og kunnugt er leiðir Keflavík einvígi sitt gegn Snæfell 2 -0. Á sunnudaginn næstkomandi geta Keflavíkurstúlkur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Hólminum þegar liðin mætast í þriðja leiknum.

Að því tilefni hafa Hópferðir Sævars ákveðið að bjóða upp á fría rútuferð í Stykkishólm fyrir stuðningsmenn Keflavíkur. Rútan leggur af stað kl 15:30 frá íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut og er fólk hvatt til að vera mætt í síðasta lagi kl 15:15.

Svo hægt sé að halda utan um fjöldann sem ætlar í rútuna eru þeir sem ætla með að senda póst á Ingvihakonarson@gmail.com eða senda skilaboð á Keflavík Karfan á Facebook