Nýjast á Local Suðurnes

Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar Keflavíkur: Baldur mun ekki bjóða sig fram til formanns

Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar Keflavíkur verður haldinn fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 20:00 í sal 2 í félagsheimili Keflavíkur að Sunnubraut 34. Aðalfundarstörf munu vera samkvæmt 28. gr. laga félasins, segir á heimsíðu Keflavíkur.

Tekið er fram í tilkynningunni að þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til formanns þurfi að senda inn framboð sitt fimm dögum fyrir áður auglýstan aukaaðalfund.

Local Suðurnes setti sig í samband við Baldur Guðmundsson sem bauð sig fram gegn sitjandi formanni síðastliðinn vetur til að athuga með áhuga hans að bjóða sig fram aftur að þessu sinni. Svarið var stutt og laggott: Nei.