Nýjast á Local Suðurnes

Páll áfram með Þrótti – Hefur skorað 44 mörk í 79 leikjum

Knattspyrnudeild Þróttar hefur tilkynnt að fyrirliði liðsins síðustu árin Páll Guðmundsson ætli að taka slaginn með liðinu fimmta árið í röð.

Páll sem er miðjumaður og uppalinn Grindvíkingur spilaði með Grindvík áður en hann gekk til liðs við Þróttara. Páll hefur spilað 79 leiki fyrir Þrótt V. og skorað 44 mörk fyrir félagið. Páll með leikjahæstu leikmönnum í sögu Þróttar.

“Pall Guðmundsson er mikilvægur okkur í þeirri vegferð sem við ætlum okkur í 3, deildinni næsta sumar, Páll þekkir félagið út og inn eftir að hafa verið hérna síðustu árin og tölfræðin hans talar sínu máli.” Segir í tilkynningu frá Þrótti