Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn flykkjast í verslanir

Suðurnesjamenn hafa verið duglegir við að versla í dag, en eitthvað virðist vera um að fólk í kaupæði sé full kærulaust og  ekki að virða þær reglur sem gilda varðandi fjarlægðir á milli manna um þessar mundir ef eitthvað er að marka stöðufærslu og ummæli við hana á Facebook-síðu Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri.

Þar er greint frá því að verslun Nettó hafi verið full af fólki og ekki talið inn eins og á að gera. Í ummælum við færsluna kemur fram að ástandið sé svipað í öðrum stórum verslunum í Reykjanesbæ.

Blaðamaður for a stúfana og kannaði málið og kom í ljós að talið er inn í verslanir Krónunnar og Bónus og viðskiptavinum boðið upp á spritt víðsvegar um verslanirnar. Þá leit út fyrir að viðskiptavinir væru að virða reglurnar í röðum við kassa þó betur mætti gera inni í alrýmum verslananna.