Nýjast á Local Suðurnes

Ekki eðlilegt að ferðamenn séu krafðir um niðurstöður úr skimun

Ekki er eðli­legt að ferða­menn séu beðnir að fram­vísa nið­ur­stöðum úr landamæra­skimun á veit­inga­húsum eða ann­ars stað­ar. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í samtali við Kjarnann.

Víðir segir að hafi slíkt verið gert velti hann því fyrir sér á hverju sú krafa sé byggð. Fólk fái nið­ur­stöðu úr skimun senda í smitrakn­ing­arapp­ið. „Það er eina stað­fest­ingin sem fólk getur feng­ið,“ segir Víð­ir. Ekki sé um að ræða opin­bert plagg á pappír og ferða­mönnum sé ekki skylt að geyma þessar upp­lýs­ingar til fram­vís­unar síð­ar.

Um helg­ina var greint frá því á Face­book-síðunni Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri að starfs­fólk veit­inga­staðar á Suð­ur­nesjum hefði beðið ferða­menn sem þangað komu um að fram­vísa nið­ur­stöðum úr skim­un. Full­yrt var í færsl­unni að í ljós hafi komið að hana hefðu þeir ekki enn feng­ið. Eftir að fólk­inu var bent á að það ætti ekki að vera innan um annað fólk á þessum tíma­punkti var því vísað út en boðið vel­komið aftur þegar nið­ur­staðan lægi fyr­ir.

Í skilaboðum stjórnvalda til komufarþega segir meðan annars: „Haldið kyrru fyrir á heim­ili eða áfanga­stað og haldið ykkur í hæfi­legri fjar­lægð frá öðru fólki. Forð­ist snert­ingu eins og faðm­lög eða handa­bönd. Þvoið hendur reglu­lega og ekki nota almenn­ings­sam­göng­ur.“