Nýjast á Local Suðurnes

Sjáðu Ísland-England með augum Jóhanns D Bianco – Myndband!

Árið hefur heldur betur verið viðburðaríkt hjá Jóhanni D Bianco og félögum í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Liðið átti frábært Evrópumót og átti Tólfan án efa stóran þátt í því. Þá tók Jóhann ásamt félaga sínum úr Tólfunni þátt í að framkvæma víkingaklappið á verðlaunahátíð BBC, þar sem íþróttaárið í Bretlandi var gert upp.

Jóhann tók á dögunum saman nokkur myndskeið sem hann deildi á samfélagsmiðlinum vinsæla SnapChat á meðan á dvölinni í Fraklandi stóð – Myndbandið hér fyrir neðan sýnir stemninguna á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum keppninnar.