Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur Vogum fær Stjörnuna í heimsókn í Borgunarbikarnum

Þróttur Vogum, sem leikur í 3. deildinni,  fær Pespsídeildarlið Stjörnunnar í heimsókn í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu, en dregið var í dag.

Víðir úr Garði og Grindavík voru einnig í pottinum. Víðismenn munu leika gegn Árborg á útivelli, en Grindavík gegn Völsungi heima. Leikirnir munu fara fram dagana 16. – 18. maí næstkomandi.