Nýjast á Local Suðurnes

Viðsnúningur hjá Reykjanesbæ – “Sjálfstæðismenn geta ekki þakkað sér tiltekt í rekstri”

Bæjarstjórn samþykkti ársreikning samstæðu Reykjanesbæjar fyrir árið 2016 að lokinni síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær, þriðjudaginn 2. maí 2017. Rekstrarniðurstaða bæði A-hluta bæjarsjóðs er jákvæð í fyrsta skipti síðan 2012 og samstæðu A og B hluta síðan 2010. Munar þar mest um aukna framlegð, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, en framlegð A-hluta bæjarsjóðs var 1,7 milljarður og framlegð samstæðu A og B hluta 4,1 milljarður.

Rekstarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs, að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta, er hins vegar jákvæð um 49 milljónir og samstæðu A og B-hluta um 93 milljónir.

Lykillinn að þessum viðsnúningi í rekstri er að á meðan tekjur hafa aukist í kjölfar meiri atvinnu og hærri launa hefur starfsmönnum Reykjanesbæjar tekist að koma í veg fyrir að útgjöld hækki í takt við auknar tekjur.

Sú sýn Sjálfstæðismanna um að vaxtaberandi skuldasöfnun þeirra í gegnum árin, sem þeir nefna fjárfestingar, sé nú skila sér, hlýtur að teljast æði sérkennileg þegar ljóst er að minnkandi atvinnuleysi á svæðinu vegna fjölgunar starfa í Flugstöð ræður þar mestu um þá miklu breytingu sem nú er að eiga sér stað.

Þeir geta heldur ekki þakkað sér tiltekt í rekstri sem þeir greiddu atkvæði gegn á sínum tíma. Segir í bókun núverandi meirihluta á fundinum.