Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingarnir bestir hjá Þór – Ólafur Helgi og Einar Árni áfram í Þorlákshöfn

Ólafur Helgi mun leika áfram með Þór

Ólafur Helgi Jónsson var valinn besti varnarmaðurinn hjá Þór Þorlákshöfn á lokahófi félagsins, sem haldið var um helgina og Maciej Baginski var valinn mikiælvægasti leikmaðurinn, en báðir leikmennirnir komu frá Njarðvík í upphafi tímabils.

Ólafur Helgi hefur framlengt samningi sínum við Þorlákshafnarliðið og mun leika á með Þór næsta árið. Baginski framlengdi samningi sínum hins vegar ekki og mun því leika með öðru liði á næstu leiktíð. Þá hefur liðið einnig framlengt samningi við þjálfarann, Njarðvíkinginn Einar Árna Jóhannsson.