Nýjast á Local Suðurnes

Einar Orri mun leika með Keflvíkingum í 1. deildinni

Samningur knattspyrnumannsina Einars Orra við Keflavík rann út í síðasta mánuði og viðræður um nýjan samning höfðu gengið illa eins og kom fram í fréttum fyrr í þessari viku.  Fótbolti.net greindi hinsvegar frá því á föstudag að samningar væru í höfn og Einar Orri muni áfram leika með Keflvíkingum.

Einar Orri hefur skorað sjö mörk í 142 deildar og bikarleikjum með Keflavík en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2005. Þessi 26 ára gamli varnar og miðjumaður hefur leikið með Keflavík allan sinn feril.