Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara með Íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur lokið keppni á HM í ólympískum lyftingum sem fram fór í Houston í Bandaríkjunum um helgina.

Ragnheiður Sara sem keppti í -75 kg flokki byrjaði daginn vel eða á því að jafna Íslansmetið með því að lyfta 80 kílóum, hún reyndi síðan að bæta metið með því að reyna við 85 kíló, en það gekk ekki að þessu sinni.

Hún kom síðan sterk til baka og kláraði 100kg og 105kg auðveldlega, segir á vef Lyftingasambands Íslands en báðar lyfturnar voru íslandsmet í kvennaflokki í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Sara fór í 110kg í jafnhendingu í síðustu tilraun, hún fékk lyftuna dæmda gilda en kviðdómur ógildi hana fyrir pressu, sjá má myndband af þeirri lyftu hér fyrir neðan