Nýjast á Local Suðurnes

Fisktækniskólinn í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær og Fisktækniskóli Íslands hafa gert með sér samning um að Fisktækniskólinn leigi hluta af húsnæði leikskólans Sólborgar í Sandgerði til eins árs.

Þar með mun starfsemi skólans fara fram í Suðurnesjabæ næsta skólaár. Þetta eru ákveðin tímamót að því leyti að þá mun í fyrsta skipti fara fram skipuleg kennsla á framhaldsskólastigi í Suðurnesjabæ, segir í tilkynningu. Umrætt húsnæði er laust þar sem starfsemi leikskólans mun eftir sumarleyfi færast inn í nýja leikskólann Grænuborg.

Suðurnesjabær fagnar Fisktækniskólanum og er skólinn boðinn velkominn í Suðurnesjabæ. Við væntum góðs af samstarfi við skólann a.m.k. næsta árið, en Fisktækniskólinn hefur átt gott samstarf við sjávarútvegsfyrirtæki í Suðurnesjabæ á undanförnum árum, segir einnig í tilkynningunni.