Trampólín á flugi víða um Suðurnesin

Nokkur trampólín fuku á Suðurnesjum í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal eitt í Grindavík, þar sem björgunarsveitin Þorbjörn kom eigendum til aðstoðar.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum ollu trampólínin þó engu tjóni. Hvasst var á Suðurnesjum í gærkvöldi og fyrri hluta nætur.