Nýjast á Local Suðurnes

Stór gikkskjálfti nærri Keili

Mynd: Visit Reykjanes

Stór jarðskjálfti fannst á víða á Reykjanesi og höfuð­borgar­svæðinu um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili.

Líklegast hefur verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga, að sögn sérfræðinga Veðurstofu. Skjálftann varð ekki þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Verið er að skoða hver áhrifin verða.