Nýjast á Local Suðurnes

Baldvin Z framleiðir heimildarmynd um ævi Reynis Sterka – Myndband

Einn fremsti leikstjóri landsins, Baldvin Z, er um þessar mundir að ljúka tökum á heimildarmynd um ævi Reynis Arnars Leóssonar, sem var betur þekktur sem Reynir sterki. Baldvin Z er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Vonarstræti, sem var vinsælasta íslenska myndin árið 2014, auk þess sem hann hefur leikstýrt spennuþáttunum Réttur sem sýndir hafa verið á Stöð 2.

Baldvin Z framleiðir og leikstýrir myndinni - Mynd: Twitter BaddiZ

Baldvin Z framleiðir og leikstýrir myndinni – Mynd: Twitter BaddiZ

Reynir sem flutti ungur að aldri til Njarðvíkur ferðaðist víða um ævina og sýndi aflraunir sínar, en hann var ungur að árum þegar fyrst fór að bera á miklum kröftum hans. Aflraunir Reynis verða að teljast ótrúlegar en þekktastur er hann fyrir að brjótast út úr fangaklefa herlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, vel hlekkjaður á höndum og fótum á innan við 7 klukkustundum, en það afrek var skráð í Heimsmetabók Guinness.

Reynir lést langt fyrir aldur fram árið 1982, aðeins 43 ára að aldri.

Athyglisvert – Það gerist ekki mikið ódýrara en þetta!

Það er Zetafilm, fyrirtæki Baldvins Z, sem framleiðir myndina með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Á vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar kemur fram að myndin fjalli um ævi Reynis, allt frá erfiðum uppvaxtarárum, ótrúlegum afrekum og heimsmetum til síðustu ára hans, sem einkenndust af mikilli drykkju og óreglu sem endaði með dauða hans, langt fyrir aldur fram.

Ævi Reynis sveipuð dulúð og yfirnáttúrulegum öflum

Á kvikmyndavefnum Klapptré er haft eftir Baldri að saga utangarðsmannsins Reynis sé spennandi, enda ævi hans sveipuð dulúð og yfirnáttúrulegum öflum.

Ævi hans var sveipuð dulúð og yfirnátturulegum öflum sem engin hefur getur útskýrt eða skilið. Fyrir utan heimsmetin sem hann setti, þá er sagan um utangarðsmanninn sem þráði viðurkenningu frá samfélaginu ekki síður spennandi.

Tafir hafa orðið á frumsýningu myndarinnar sem var áætluð í desember síðastliðnum, en samkvæmt kvikmyndavefnum IMDb mun frumsýning myndarinnar vera áætluð þann 27. desember 2017. Ekki náðist í Baldvin við vinnslu greinarinnar.