Nýjast á Local Suðurnes

Rauði krossinn aðstoðar nemendur við heimanám

Heilakúnstir – Heimanámsaðstoð Rauða Krossins á Suðurnesjum stendur grunnskólanemendum í 4.-10. bekk í Reykjanesbæ til boða, líkt og undanfarin skólaár.

Námsaðstoðin er í boði alla þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 14.30 – 16:00 á neðri hæð Bókasafns Reykjanesbæjar. Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram.