Nýjast á Local Suðurnes

Þúsundir heimsækja Skessuna

Menningarfulltrúi kynnti gestatölur hjá Skessunni á síðasta fundi menningarráðs Reykjanesbæjar, en þúsundir heimsækja þessa áhugaverðu veru í hverjum mánuði.

Í máli menningarfulltrúa kom fram að alls hafi 12.606 gestir heimsótt skessuna frá því að talning hófst um miðjan febrúar þegar sérstök talningarvél var sett upp við innganginn í hellinn. Í febrúar heimsóttu 765 manns Skessuna, í mars litu 3.724 við í hellinum, í apríl 2.932 og í maí kíktu 5.185 manns í heimsókn.