Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitin Suðurnes kynnir nýliðaþjálfun

Kynning á nýliðaþjálfun Björgunarsveitarinnar Suðurnes fer fram þann 26. ágúst næstkomandi þar sem dagskrá nýliðaþjálfunar og starfsemi Björgunarsveitarinnar verður kynnt í máli og myndum.

Það þarf vart að taka það fram að björgunarsveitirnar sinna mikilvægu starfi hér á landi og með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum sveitarinnar. Í staðinn færð þú menntun og reynslu af útivist, sjó og vötnum, skyndihjálp og þeim störfum er fylgja björgunarstörfum, taka þátt í öflugu félagsstarfi og láta gott af þér leiða.

Nánari upplýsingar um nýliðaþjálfunina má finna hér.