Fjordvik flutt til niðurrifs í Belgíu
Sementsflutningaskipið Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt 3. nóvember á síðasta ári verður flutt til Belgíu til niðurrifs.
Skipið lamdist sem kunnugt er við stórgrýttan hafnargarðinn í Helguvík á meðan á björgunaraðgerðum stóð og skemmdist. Það hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði frá því það var dregið þangað þann 15. nóvember. Þar hefur meðal annars var soðið upp í gat á síðunni og skipið gert flothelt.
Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið kemur fram að skipinu verði ekki siglt héðan heldur verður því fleytt inn í siglandi flotkví (Roll-Dock) og flutt til niðurrifs í Belgíu.