Vel heppnað hjólreiðamót á Sjóaranum síkáta
Hjólreiðadeild UMFG í samvinnu við Grindavíkurbæ stóð fyrir vel heppnuðu hjólreiðamóti, svokallaðri criterium keppni, á sunnudagsmorgni Sjóarans síkáta. Hjólaður var stuttur hringur á lokaðri braut og keppt í fjórum aldursflokkum. Tæplega 30 keppendur mættu til leiks og hjóluðu í brakandi blíðu um hafnarsvæðið og nágrenni.
Að lokinni keppni fengu allir þátttakendur verðlaunapening, íþróttadrykk og fisk og franskar. Keppnin var í alla staði vel lukkuð og keppendur ánægðir með brautina, segir á vef sveitarfélagsins, en þar má sjá myndir af verðlaunahöfum. Eru allar líkur á að þarna sé kominn atburður sem verður fastur liður á Sjóaranum síkáta um ókomin ár.
Úrslit mótsins í heild má sjá á timataka.net