Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leitar að brennuvargi

Eldur kom upp í gömlu þvottahúsi á Ásbrú um klukkan 5 í morgun, allt tiltækt slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja og slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli var kallað út. Talsverður eldur var í byggingunni en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Samkvæmt Facebook-síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum leikur grunur á að kveikt hafi verið í húsinu en ekkert rafmagn er á byggingunni.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í gegnum síma eða með því að senda skilaboð hér á Facebook.