Lögreglan í eftirlit með skotvopnum
Lögreglan á Suðurnesjum fer á næstunni í eftirlit með vörslu skotvopna í umdæminu.
Lögreglan mun á næstu vikum fara í eftirlit með vörslu skotvopna í umdæminu. Eigendum skotvopna er bent á að tryggja að meðferð og varsla skotvopna sé með þeim hætti sem kveðið er á um í reglugerð nr.787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl.
Lögreglan hvetur þá sem hafa í vörslu sinni skotvopn og eða skotfæri sem þeir vilja afsala sér, til að koma með þá hluti á lögreglustöðina við Hringbraut 130.
Að lokum vill lögreglan minna eigendur skotvopna á að huga að gildistíma skotvopnaleyfa sinna og endurnýja þau áður en gildistíma lýkur.