Nýjast á Local Suðurnes

Kjartan Már aftur til starfa

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar - Mynd: Skjáskot RÚV

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, mun snúa aftur til starfa þann 1. fe­brú­ar næstkomandi

Kjartan Már hefur verið í veikindaleyfi í tæpa fimm mánuði eftir að hafa greinst með krabba­mein í blöðru­hálskirtli í júlí síðastliðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar, en þar segir einnig að Hall­dóra Fríða Þor­valds­dótt­ir muni láta af störf­um á sama tíma sem starf­andi bæj­ar­stjóri.