Kjartan Már aftur til starfa

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun snúa aftur til starfa þann 1. febrúar næstkomandi
Kjartan Már hefur verið í veikindaleyfi í tæpa fimm mánuði eftir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli í júlí síðastliðnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar, en þar segir einnig að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir muni láta af störfum á sama tíma sem starfandi bæjarstjóri.