Nýjast á Local Suðurnes

Komið að þolmörkum hjá barnavernd

Mikið álag er á Barnavernd Reykjanesbæjar og segir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður, að nú sé komið að þolmörkum. Álagið er langt yfir viðmiðum Barnaverndarstofu en tilkynningum hefur fjölgað mikið síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að María tengi fjölgun tilkynninga við ástandið af völdum faraldursins. Á fyrri helmingi ársins bárust 119 tilkynningar varðandi vanrækslu og neyslu foreldra, á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 83. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað úr 35 á fyrri árshelmingi síðasta árs í 52 á þessu ári.