Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar lögðu ÍR-inga í Ljónagryfjunni

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Njarðvíkingar eru áfram á sigurbraut í Dominos-deildinni í körfunattleik eftir leik kvölsins en þeir lögðu ÍR-inga að velli í Ljónagryfjunni með 100 stigum gegn 86.

Eftir brösulega byrjun Njarðvíkinga leiddu ÍR-ingar eftir fyrsta leikhluta 26-19. Njarðvíkingar tóku sig saman í andlitinu í örum leikhluta og sigu hægt og bítandi framúr og voru yfir í leikhléi 50-48.

Njarðvík­ing­ar héldu frum­kvæðinu í leikn­um í síðari hálfleik og bættu jafnt og þétt við forskotið og höfðu að lokum fjórtán stiga sigur 100-86.

Hauk­ur Helgi Páls­son var besti maður Njarðvíkinga í leiknum, en hann skoraði 29 stig.