Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík nældi í oddaleik

Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Hauka að velli í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Leikið var á heimavelli Keflvíkinga og urðu lokatölur leiksins 75-72.

Leikurinn var æsispennandi, en Keflvíkingar komust yfir 71-69 þegar 13 sekúndur lifðu leiks og úrslitin réðust svo á vítalínunni þar sem Keflvíkingar skoruðu fjögur síðustu stigin.