Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík og Njarðvík með sigra í kvöld

Grindvíkingar og Njarðvíkingar sigruðu leiki sína í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld, Grindvíkingar léku gegn nýliðum Hattar í Grindavík en Njarðvíkingar heimsóttu Snæfell á Stykkishólm.

Grindvíkingar byrjuðu illa gegn Hetti og voru sjö stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 25-18. Þeir gulklæddu vöknuðu til lífsins þegar líða tók á hálfleikinn, þó svo að gestirnir gengu til búningsklefa í hálfleik með níu stiga forystu, 44-35.

Grindvíkingar vöknuðu þó til lífsins í síðari hálfleik og um miðjan þriðja leikhluta voru þeir komnir með forystu, 49-47, enda var þriðji leikhlutinn algjörlega eign Grindvíkinga, sem unnu hann 22-9. Lokatölur urðu svo 86-74.

Þrátt fyrir spár um slakt gengi í vetur hafa Njarðvíkingar unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni en þeir lögðu Hött eftir framlengingu í fyrstu umferð. Í kvöld gerðu Njarðvíkingar góða ferð á Stykkishólm þar sem þeir lögðu Snæfell 73-84, en eftir spennandi leik réðust úrslitin í 4. leikhluta þar sem Snæfellingar skoruðu einungis 4 stig gegn 15 stigum Njarðvíkinga.